Namib eyðimörkin

Í náttúrufræði var ég að gera verkefni sem kallaðist Undur náttúrunnar. Það átti að gera Power Point kynningu og það var dregið um hvað maður átti að gera. Það var hægt að fá Sigdalinn mikla, Namib eyðimörkina, Miklagljúfur, Everest fjallið, firðir Noregs, Amazon regnskóginn eða Suðurskautslandið. Ég fekk Namib eyðimörkina.

Ég byrjaði á því að afla mér upplýsinga í hefti sem Anna kennarinn lét okkur fá og svo fann ég smá upplýsingar á netinu. Þegar ég var búin að því valdi ég hvað ég vildi setja á glærurnar mína og hvað ég vildi segja en ekki hafa á glærunum. Þegar ég hafði lokið því gerði ég glærurnar mínar flottar með því að setja t.d. bakgrunn og myndir. Svo kynnti ég verkefnið fyrir hópnum mínum.

Ég lærði margt af því að ég vissi eiginlega ekki neitt um Namib eyðimörkina. Það sem ég lærði var t.d. að eyðimörkin er ein sú elsta í heiminum, að það er eðlutegund sem lifir þar sem heitir gekko, það eru grösugar sléttur í eðimörkinni og  að það kemur sæþoka á hverri nóttu.

Mér fannst þetta mjög skemmtilegt verkefni og væri alveg til í að gera eitthvað svona aftur. Hér er kynningin mín!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband