Bókagagnrýni – Svart og Hvítt

Bókin Svart og hvítt er um tvær stelpur sem heita Anna og Kata. Kata á indverskan kærasta sem heitir Deepak. Mamma hans og Pabbi hafa bannað honum að hitta Kötu því þau eru búin að ákveða að hann eigi að giftast ókunnugri stelpa frá Indlandi. Um sumarið fara þær svo til Englands þar sem Deepak býr til að reyna að stoppa mömmu Deepaks og pabba frá því að neyða hann til að giftast stelpunni en það gengur ekki vel. Mér finnst þetta mjög skemmtileg bók og ég mæli með henni af því að það er mjög gaman að lesa hana og á sumum stöðum langar manni ekki til að hætta að lesa því að hún er svo spennandi . Hún kennir manni líka að maður á ekki alltaf ap bíða eftir því að hinn aðilinn taki af skarið því að það er ekki víst að hann muni gera það og þá kannski kemurðu þínu ekki á framfæri. Ég gef þessari bók 4 stjörnur af 5.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband