Reykir

Þann 14.nóvember 2011 um 9 leitið fór 7.bekkur í Ölduselsskóla upp í rútu og hét af stað á Reyki. Það var mikið fjör í rútunni og þegar við komum að Reykjum sáum við aðra rútu við Reyki og það var hinn skólinn, Giljaskóli.

Okkur var skipt í 3 hópa og minn hópur byrjaði í íþróttum. Í íþróttum vorum við í helling af skemmtilegum leikjum og í lokin fórum við í sund. Mér fannst skemmtilegast í leik sem var eins og Dutch Ball nema til að frelsa þá sem voru dánir átti maður að kasta boltanum í körfuna hjá hinu liðinu.

 Næsta dag fór minn hópur á Byggðasafn sem var ekkert rosa skemmtilegt en það sem var áhugaverðast voru leikirnir sem við fórum í í lok tímans.

Næsti staður sem ég fór á var náttúrufræði. Það sem mér fannst áhugaverðast þar var þegar kennarinn var að tala af því að það var mjög fræðandi og svo var hann svo fyndinn.  

Næsta dag fórum við í Stöðvaleik og þar fannst mér áhugaverðast að skoða hænurnar því þær voru svo sætar.

Síðast fór ég í Undraheimur auranna og þar fannst mér áhugaverðast að vera í spilinu sem þau bjuggu til á Reykjum.

Næsta dag var eiginlega frjáls dagur. Það var hárgreiðslukeppni og ball.

Föstudagurinn var kveðjudagur og þegar við vorum búin að kveðja alla héldum við heim.

Mér fannst þetta mjög skemmtileg ferð og ég væri alveg til í að fara aftur :D

 

Reykir 2011 076


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband