Hvalir

Hvalir lifa í sjónum og eru spendýr en ekki fiskar. Þeir anda með lungunum og eru með heitt blóð. Þeir eru stærstu dýr jarðar,meira að segja eru sumir stærri en risaeðlur en sumir eru jafn stórir og körfuboltamenn.

Búrhvalur getur verið allt að klukkutíma í kafi og er að finna alls staðar í heiminum en aðeins karldýrin koma til Íslands.

 Hnúfubakur er þekktur fyrir söng sinn en hann getur borist allt að 30 km í sjó. Enginn hnúfubakur er með eins sporð svo það er hægt að þekkja þá í sundur.

Það er hægt að fara í hvalaskoðun á mörgum stöðum og það er mjög gaman að sjá það, sérstaklega þegar þeir hoppa upp úr sjónum og skella sér svo aftur ofaní. Gaman er að fylgjast með þeim og ég mæli með að fara í hvalaskoðun. Til eru 23 tegundir hvala við Ísland en algengast er að sjá hrefnu og hnísu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband