Tyrkjaránið

Ég er að læra um Tyrjaránið í skólanum og ég átti að búa til fréttablað um Tyrkjaránið í Publisher. Mér fannst mjög gaman að vinna í Publisher og létt því ég hef gert það áður. Mér fannst gaman að læra um Tyrkjaránið þótt að það sé mjög sorglegur atburður.

Það sem mér fannst áhugaverðast var hvað ræningarnir hugsuðu misjafnt um fangana af því að t.d. prestfólkið fekk að sofa í tjaldi og presturinn fekk vín að drekka en hinir þurftu að vera niðri í lest þar sem það er mjög þröngt og vond lykt því margir urðu sjóveikir og svo var ekkert ,,klósett." 

Mér finnst maður ekki geta sett sig í spor þeirra sem lentu í þessu nema maður hafi lent í einhverju svipuðu. Ég hef t.d. ekki lent í neinu þessu líku þannig ég get eiginlega ekki sett mig í spor þeirra en auðvtað finn ég til með þeim og finnst þetta alveg hræðlegt. En ef maður lendir sjálfur í einhverju líku þá er það örugglega þúsund sinnu hræðilegra en maður hélt, maður bara gerir sér ekki grein fyrir hversu hræðileg er að lenda í einhverju svona.

  


Bloggfærslur 13. janúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband