Í ensku vorum við að gera kynningu um okkur. Ég skrifaði hvenar á á afmæli, um fjölskylduna mína, áhugamálin mín, uppáhalds matinn minn og fleira.
Bloggar | 23.5.2011 | 09:16 (breytt kl. 09:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvalir lifa í sjónum og eru spendýr en ekki fiskar. Þeir anda með lungunum og eru með heitt blóð. Þeir eru stærstu dýr jarðar,meira að segja eru sumir stærri en risaeðlur en sumir eru jafn stórir og körfuboltamenn.
Búrhvalur getur verið allt að klukkutíma í kafi og er að finna alls staðar í heiminum en aðeins karldýrin koma til Íslands.
Hnúfubakur er þekktur fyrir söng sinn en hann getur borist allt að 30 km í sjó. Enginn hnúfubakur er með eins sporð svo það er hægt að þekkja þá í sundur.
Það er hægt að fara í hvalaskoðun á mörgum stöðum og það er mjög gaman að sjá það, sérstaklega þegar þeir hoppa upp úr sjónum og skella sér svo aftur ofaní. Gaman er að fylgjast með þeim og ég mæli með að fara í hvalaskoðun. Til eru 23 tegundir hvala við Ísland en algengast er að sjá hrefnu og hnísu.
Bloggar | 19.5.2011 | 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í náttúrufræði átti ég að velja eitt eldfjall til að gera power point kynningu um og ég valdi Eyjafjallajökul. Ég fekk fyrst hefti með upplýsingum um eldfjallið mitt. Svo fekk ég svona kassa sem ég skrifaði texta fyrir hverja glæru. Næst fór ég í tölvur og fann fleiri upplýsingar. Þegar ég var búin að því skrifaði ég textann í power point og fann svo myndir. Ég var búin að ákveða að hafa video af gosinu í Eyjafjallajökli og af laginu sem var í eurovision sem var um eyjafjallajökul og þá fór ég næst og fann video af því á youtube.com og setti inn í glæruna. Svo fann ég flottan bakgrunn og lagaði myndirnar og vistaði inná slideshare.com. Svo setti ég þetta hér inná síðuna. Mér fannst gaman í þessu verkefni af því að mér finnst mjög gaman að vinna í tölvum og það er líka gaman að gera stundum eitthvað öðruvísi
Bloggar | 19.5.2011 | 08:49 (breytt kl. 09:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar