Trúarbragðafræði

Í trúarbragðafræði var ég að gera verkefni um islamtrú, kristni og gyðingdóm. Ég átti að finna hvað þessi trúarbrögð eiga sameiginlegt og hvað þau áttu ólíkt. Ég fór inná vef á nams.is til að afla mér upplýsinga um trúarbrögðin og fór svo í Word til að skrifa það sem ég fann niður. Ég vistaði svo verkefnið á box.net.Mér fannst þetta verkefni góð tilbreyting frá því
að sitja inn í stofu að lesa bók. Ég lærði helling nýtt um trúarbrögðin
t.d. að  talan sjö er heilög tala í öllum trúarbrögðunum.
Hér er verkefnið mitt :)
 
 
 

Stærðfræði

Í stærðfræði var ég að gera verkefni í forriti sem heitir Excel. Ég var með bók sem heitir Hringur 3 Algebra. Í Excel forritinu átti ég að setja upp dæmi sem var í Hring bókinni og búa til formúlu til að leysa það. Þegar ég var búin að því setti ég upplýsingarnar inn í Word og bjó til súlurit. Svo setti ég þetta inná box.net og hingað inn. Hér er verkefnið mitt :)

 

 


Namib eyðimörkin

Í náttúrufræði var ég að gera verkefni sem kallaðist Undur náttúrunnar. Það átti að gera Power Point kynningu og það var dregið um hvað maður átti að gera. Það var hægt að fá Sigdalinn mikla, Namib eyðimörkina, Miklagljúfur, Everest fjallið, firðir Noregs, Amazon regnskóginn eða Suðurskautslandið. Ég fekk Namib eyðimörkina.

Ég byrjaði á því að afla mér upplýsinga í hefti sem Anna kennarinn lét okkur fá og svo fann ég smá upplýsingar á netinu. Þegar ég var búin að því valdi ég hvað ég vildi setja á glærurnar mína og hvað ég vildi segja en ekki hafa á glærunum. Þegar ég hafði lokið því gerði ég glærurnar mínar flottar með því að setja t.d. bakgrunn og myndir. Svo kynnti ég verkefnið fyrir hópnum mínum.

Ég lærði margt af því að ég vissi eiginlega ekki neitt um Namib eyðimörkina. Það sem ég lærði var t.d. að eyðimörkin er ein sú elsta í heiminum, að það er eðlutegund sem lifir þar sem heitir gekko, það eru grösugar sléttur í eðimörkinni og  að það kemur sæþoka á hverri nóttu.

Mér fannst þetta mjög skemmtilegt verkefni og væri alveg til í að gera eitthvað svona aftur. Hér er kynningin mín!

 

 


ABBA

Í tónment áttum við að velja okkur einhvern söngvara eða hljómsveit til að gera ritgerð um sem voru fræg á undan árinu 2000. Ég og Sigríður unnum saman við að gera ritgerðina og við völdum okkur hljómsveitina ABBA. Hér er svo ritgerðin okkar :)

 

 


En dag i mit liv

Í dönsku vorum við að gera verkefni um einn dag í lífi mínu eða en dag i mit liv. Mér fannst þetta skemmtilegt verkefni og góð tilbreyting frá því sem við erum að gera vanalega. Ég væri alveg til í að gera fleiri verkefni sem eru lík þessu.

 

 


Hallgrímur Pétursson

Hallgrímur Pétursson er eitt frægasta trúarskáld Íslands. Hann fæddist árið 1614 á Gröf í á Höfðaströnd.

Hann fór erlendis og komst þar í þjónustu hjá járnsmiði. Árið 1632 fór hann svo til Kaupmannahafnar í Vorrar frúar skóla að læra að verða prestur. Hann var fenginn til að hressa upp á kristindóm Íslendinga sem höfðu verið rænt í Tyrkjaráninu.

Ein konan sem hafði verið rænt hét Guðríður Símonardóttir og varð hún kona hans. Þau eignuðust 3 börn.

Hallrímur dó svo árið 1672 úr Holdsveiki.

 

Mér fannst þetta verkefni skemmtilet og það var mjög

 áhugavert að læra um Hallgrím. 

 

 


Bókagagnrýni – Svart og Hvítt

Bókin Svart og hvítt er um tvær stelpur sem heita Anna og Kata. Kata á indverskan kærasta sem heitir Deepak. Mamma hans og Pabbi hafa bannað honum að hitta Kötu því þau eru búin að ákveða að hann eigi að giftast ókunnugri stelpa frá Indlandi. Um sumarið fara þær svo til Englands þar sem Deepak býr til að reyna að stoppa mömmu Deepaks og pabba frá því að neyða hann til að giftast stelpunni en það gengur ekki vel. Mér finnst þetta mjög skemmtileg bók og ég mæli með henni af því að það er mjög gaman að lesa hana og á sumum stöðum langar manni ekki til að hætta að lesa því að hún er svo spennandi . Hún kennir manni líka að maður á ekki alltaf ap bíða eftir því að hinn aðilinn taki af skarið því að það er ekki víst að hann muni gera það og þá kannski kemurðu þínu ekki á framfæri. Ég gef þessari bók 4 stjörnur af 5.


Tyrkjaránið

Ég er að læra um Tyrjaránið í skólanum og ég átti að búa til fréttablað um Tyrkjaránið í Publisher. Mér fannst mjög gaman að vinna í Publisher og létt því ég hef gert það áður. Mér fannst gaman að læra um Tyrkjaránið þótt að það sé mjög sorglegur atburður.

Það sem mér fannst áhugaverðast var hvað ræningarnir hugsuðu misjafnt um fangana af því að t.d. prestfólkið fekk að sofa í tjaldi og presturinn fekk vín að drekka en hinir þurftu að vera niðri í lest þar sem það er mjög þröngt og vond lykt því margir urðu sjóveikir og svo var ekkert ,,klósett." 

Mér finnst maður ekki geta sett sig í spor þeirra sem lentu í þessu nema maður hafi lent í einhverju svipuðu. Ég hef t.d. ekki lent í neinu þessu líku þannig ég get eiginlega ekki sett mig í spor þeirra en auðvtað finn ég til með þeim og finnst þetta alveg hræðlegt. En ef maður lendir sjálfur í einhverju líku þá er það örugglega þúsund sinnu hræðilegra en maður hélt, maður bara gerir sér ekki grein fyrir hversu hræðileg er að lenda í einhverju svona.

  


Reykir

Þann 14.nóvember 2011 um 9 leitið fór 7.bekkur í Ölduselsskóla upp í rútu og hét af stað á Reyki. Það var mikið fjör í rútunni og þegar við komum að Reykjum sáum við aðra rútu við Reyki og það var hinn skólinn, Giljaskóli.

Okkur var skipt í 3 hópa og minn hópur byrjaði í íþróttum. Í íþróttum vorum við í helling af skemmtilegum leikjum og í lokin fórum við í sund. Mér fannst skemmtilegast í leik sem var eins og Dutch Ball nema til að frelsa þá sem voru dánir átti maður að kasta boltanum í körfuna hjá hinu liðinu.

 Næsta dag fór minn hópur á Byggðasafn sem var ekkert rosa skemmtilegt en það sem var áhugaverðast voru leikirnir sem við fórum í í lok tímans.

Næsti staður sem ég fór á var náttúrufræði. Það sem mér fannst áhugaverðast þar var þegar kennarinn var að tala af því að það var mjög fræðandi og svo var hann svo fyndinn.  

Næsta dag fórum við í Stöðvaleik og þar fannst mér áhugaverðast að skoða hænurnar því þær voru svo sætar.

Síðast fór ég í Undraheimur auranna og þar fannst mér áhugaverðast að vera í spilinu sem þau bjuggu til á Reykjum.

Næsta dag var eiginlega frjáls dagur. Það var hárgreiðslukeppni og ball.

Föstudagurinn var kveðjudagur og þegar við vorum búin að kveðja alla héldum við heim.

Mér fannst þetta mjög skemmtileg ferð og ég væri alveg til í að fara aftur :D

 

Reykir 2011 076


Staðreyndir um Evrópu

Í náttúrufræði og samfélagsfræði var ég að gera verkefni í tölvum. Við fengum spurningar og áttum svo að svara á blað. Þegar ég var búin að gera það fór ég í tölvur og skrifaði allt inná Word. Þetta er svo útkoman mín :)

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband